Klappir grænar lausnir hf.: Rekstur fyrsta ársfjórðungs 2021
Helstu upplýsingar samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi:
Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa:
,,Rekstur fyrsta ársfjórðungs 2021 gekk samkvæmt áætlunum. EBITDA jókst um 8,3 milljónir miðað við sama tímabil í fyrra eða um 33%. Áskrifendur að hugbúnaðarlausnum Klappa eru orðnir rúmlega 4500.
Frá árinu 2015 hafa íslenskir áskrifendur að stafrænu vistkerfi Klappa (e. Klappir Digital Ecosystem for Sustainability) náð að meðaltali 21% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda (tCO2íg./veltu), skógrækt hjá Kolviði hefur aukist um 300%, samdráttur í urðun á sorpi er að nálgast 15% og um 90% af öllum skipum sem sigla inn í íslenska mengunarlögsögu skila nú umhverfisgögnum í gegnum vistkerfi Klappa til hafna og Umhverfisstofnunar.
Þennan einstaka árangur má rekja til þess þétta samstarfs sem næst með stafrænu vistkerfi Klappa fyrir sjálfbærni. Vistkerfið endurspeglar Heimsmarkmið 17 (samvinna um markmiðin) - vistkerfið ýtir undir samvinnu um sjálfbærnimarkmið, gefur aðgang að traustum stafrænum gögnum og gefur möguleika á miðlun á traustum upplýsingum til hagaðila.
Eftir því sem stafrænt vistkerfi Klappa stækkar á Íslandi þeim mun meiri líkur verða á því að Ísland nái að uppfylla skuldbindingar sínar um 30% samdrátt í losun 2030 miðað við 2005 og kolefnishlutleysi 2040. Markmið Íslands er mikil áskorun en stafrænt vistkerfi Klappa getur haldið utan um samstarfið og ýtt okkur öllum áfram í átt að sjálfbærni. Þeim mun fleiri sem gerast áskrifendur að vistkerfinu og því hraðar sem það gerist, þeim mun betur kemur okkur til með að ganga hverjum fyrir sig og samfélaginu í heild. Við teljum ef um 60-70% af fyrirtækjum, sveitum og sveitarfélögum landsins tengjast vistkerfinu megi ná þessum markmiðum - vistkerfið getur stillt saman markmiðin og verkefnin og upplýst um árangurinn mánuð fyrir mánuð, ár fyrir ár.
Erlendum áskrifendum er að fjölga - en hingað til hafa þeir mestmegnis verið að nota stafrænan lausnarpall Klappa fyrir sjálfbærni (e. Klappir Digital Platform for Sustainability).
Klappir vilja ná því að yfirfæra árangurinn af vistkerfinu frá Íslandi yfir á önnur samfélög með því að stækka vistkerfið þannig að það nái til annara landa.
Á undanförnum mánuðum hafa Klappir verið að undirbúa sig með því að einfalda og styrkja skilaboðin og aðlaga vörumerkið að viðfangsefni Klappa. Lögð er sérstök áhersla á framsetningu og kynningu á aðferðafræði Klappa sem byggir á stafrænum lausnarpalli sem heldur utan um tæknina og stafrænu vistkerfi sem heldur utan um samvinnuna. Þetta er einstök aðferðafræði og algerlega ný nálgun í baráttunni við loftslagsvána - að drifkrafturinn á bakvið árangurinn sé stafrænt samstarf á grundvelli Heimsmarkmiðs 17 í bland við einstaka stafræna tækni er einstök á heimsvísu. Skilboð okkar eru skýr - svona náum við árangri hvert fyrir sig og fyrir samfélagið í heild. Ísland er einstakt dæmi um möguleikana sem þessi aðferðafræði býður upp á.
Við höfum lagt áherslu á að kynna íslenska vistkerfið fyrir erlendum stórum fyrirtækjum sem við teljum að geti orðið aflvaki í hverju samfélagi fyrir sig. Til að fá góða tilfinningu fyrir hversu vel fyrirtæki taka við hugmyndinni um að leiða stækkun á vistkerfinu í eigin samfélagi þá höfum einbeitt okkur að stærri fyrirtækjum á norðurlöndum. Eins og við bjuggumst við þá er okkur einstaklega vel tekið og við eigum von á því að byrja að tengja fyrirtæki á norðurlöndum við vistkerfið á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Í þessari útvíkkun á stafrænu vistkerfi Klappa er stuðningur frá íslenska vistkerfinu sérstaklega mikilvægur. Þekking og reynsla frá Íslandi kemur til með að hjálpa öðrum samfélögum að komast hratt í gang.
Á komandi árum verður fjölgun notenda mest erlendis þó svo að við leggjum áfram áherslu á að stækka vistkerfið á íslandi.”
Nánari upplýsingar veita
Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa
S: 664 9200
Netfang: jat@klappir.com
Ólöf Ásta Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
S: 661 0202
Netfang: olof@klappir.com