Breytt framkvæmd aðalfundar 2021

Klappir Grænar Lausnir hf. : Breytt framkvæmd aðalfundar

Aðalfundur Klappa Grænna Lausna hf. verður haldinn þriðjudaginn 13. apríl kl. 16:00.

Fundurinn verður hins vegar ekki haldinn á Hótel Hilton Reykjavík líkt og áður hafði verið auglýst, heldur verður fundurinn haldinn með rafrænum hætti líkt og aðalfundur félagsins 2020.

Hluthafar þurfa að skrá sig á aðalfundinn á heimasíðunni www.klappir.com og fá þeir þá sendan hlekk á fundinn.

Hluthöfum stendur til boða að kjósa á fundinum með sömu aðferð og á aðalfundi félagsins 2020 eða kjósa fyrirfram og skriflega um tillögur fundarins og veita fundarstjóra umboð til að kjósa á fundinum fyrir sína hönd.

Þessi breyting á framkvæmd aðalfundar félagsins er ákveðin í ljósi ákvörðunar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaraðgerðir sem tóku gildi á miðnætti 24. mars sl. Samkvæmt gildandi reglum eru fundir þar sem fleiri en 10 manns koma saman bannaðir og því nauðsynlegt að gera þessa breytingu á fyrirkomulagi aðalfundarins.

Skrifleg fyrirfram kosning

Þeir hluthafar sem óska eftir því að kjósa fyrirfram og skriflega um tillögur fundarins og veita fundarstjóra umboð fyrir sína hönd, skulu senda slíka beiðni til félagsins á netfangið investors@klappir.com fyrir kl. 12:00 þann 13. apríl 2021. Félagið mun þá senda viðkomandi hluthafa atkvæðaseðil til útfyllingar.

Vilji hluthafi sem nýtur atkvæðisréttar kjósa fyrirfram og skriflega um tillögur fundarins og veita fundarstjóra umboð til að kjósa á fundinum fyrir sína hönd skal skanna og senda til félagsins atkvæðaseðilinn á netfangið investors@klappir.com eigi síðar en kl. 14:00 þann 13. apríl 2021. Atkvæðaseðlar skulu undirritaðir af hluthafa, dagsettir og undirritaðir af tveimur vindavottum.

Nánari upplýsingar

Frekari upplýsingar veitir regluvörður Klappa, Svanhildur Anna Magnúsdóttir í síma 698 5397