Uppgjör Klappa grænna lausna hf. á fyrri hluta ársins 2019
Rekstur fyrri hluta ársins 2019
Rekstrartekjur Klappa grænna lausna voru 171,5 m.kr. á fyrri hluta ársins 2019 samanborið við 124,4 m.kr. á fyrstu 6 mánuðum 2018. Vöxtur rekstrartekna milli ára var í samræmi við áætlanir félagsins eða 37,9%
Rekstrargjöld voru 163,5 m.kr. á fyrri hluta ársins 2019 samanborið við 114,8 m.kr. á sama tíma í fyrra. Laun og launatengd gjöld voru 90,7 m.kr. en annar rekstrarkostnaður 72,8 m.kr. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármunatekjur og fjármagnsgjöld, EBITDA, var 7,9 m.kr. á fyrri hluta ársins 2019 eða 4,6% af rekstrartekjum samanborið við 9,6 m.kr. á sama tíma í fyrra.
Efnahagur
Heildareignir félagsins voru 599,3 m.kr. í lok júní 2019. Þar af voru fastafjármunir 351,4 m.kr. og veltufjármunir 247,9 m.kr. Eigið fé nam 471,7 m.kr., eiginfjárhlutfall í lok júni 2018 var 78,7%, en var 73,2% í árslok 2018. Heildarskuldir félagsins voru í lok júní 127,5 m.kr.
Sjóðstreymi
Veltufé frá rekstri var jákvætt á tímabilinu og nam 4,1 m.kr. Handbært fé til rekstrar nam 23,8 m.kr. á tímabilinu, en var 39,4 m.kr. á sama tíma fyrra árs. Fjárfestingarhreyfingar voru neikvæðar um 35,7 m.kr. Fjármögnunarhreyfingar voru jákvæðar um 141,5 m.kr. Handbært fé hækkaði því um 82,0 m.kr. á tímabilinu og var í lok júní 86,4 m.kr.
Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri:
Afkoma Klappa á fyrri hluta ársins 2019 var góð og rekstur samkvæmt áætlunum félagsins. Samhliða aukinni vöruþróun voru innviðir félagsins styrktir, kraftur settur í sölu á heimamarkaði og aukin áhersla sett í markaðssetningu og dreifingu á lausnum félagsins á alþjóðamörkuðum. Áfram verður unnið markvisst að því að stækka félagið bæði með innri og ytri vexti. Áætlanir gera ráð fyrir að það hægi á vextinum á þriðja ársfjórðungi en að fjórði ársfjórðungur ýti undir frekari vöxt þar sem nýir tekjustraumar komi inn og nýjum viðskiptavinum fjölgar hratt.
Rekstur og vöxtur
Tekjur Klappa voru 171,5 m.kr. og voru 37,9% hærri en sama tímabil í fyrra. Útgjöld námu um 163,5 m.kr. og jukust um 42,5% sem skýrist að verulegu leiti af uppbyggingu á dótturfélagi í Litháen og samruna við Stika ehf. EBITDA jókst eftir því sem leið á tímabilið og nam 7,9 m.kr. á tímabilinu. Tap var á rekstri samstæðunnar sem nam 32,7 m.kr. sem skýrist af afskriftum á viðskiptavild sem komin er til vegna samruna við önnur félög.
Efnahagsreikningur félagsins stækkaði á tímabilinu. Farið var í hlutafjáraukningu upp á 135 mkr og í júni sameinaðist Klappir hugbúnaðarfyrirtækinu Stika ehf. Starfsemi Klappa hefur þróast töluvert á tímabilinu en með samrunanum við Stika þá hafa Klappir eflt verulega lausnarborðið sérstaklega hvað varðar hugbúnað fyrir áhættugreiningu og áhættumat sem verður órjúfanlegur hluti umhverfisstjórnunar. Einnig hafa Klappir tekið yfir heilsumatshugbúnað Stika sem notaður er af Landlækni og LSH. Tekjusamsetning félagsins hefur því breyst samfara samrunanum. Veruleg fjölgun varð á skráðum notendum en i heild eru þeir orðnir um 350 en þar af eru um 50 erlendir. Eftir samrunann eru eftirfarandi hugbúnaður á lausnaborði Klappa:
Vöruþróun
Á tímabilinu hefur verið fjárfest umtalsvert í áframhaldandi þróun á hugbúnaðalausnum Klappa og samþættingu þeirra en helstu vöruþróunarverkefni Klappa hafa m.a. verið:
Sala og dreifing
Vaxandi áhugi og eftirspurn eftir lausnum Klappa og aðferðafræði er bæði heima og erlendis. Þá hafa einnig komið vel í ljós áskoranir sem fram undan eru við að dreifa lausnunum á sérhæfða alþjóðlega markaði og jafnframt að fullnýta styrk lausna Klappa sem felast í að ná utanum virðiskeðju viðskiptavina í sínum samfélögum til að geta upplýst um vistspor þeirra. Á tímabilinu varð til mjög verðmæt reynsla af samstarfi við dótturfélag í Litháen og sérhæfða samstarfsaðila á markaði kaupskipa sem nýtast mun við framtíðaruppbyggingu á sölu- og dreifikerfi Klappa. Í undirbúningi er skipuleg uppbygging á neti samstarfsaðila - annars vegar á sérhæfðum atvinnugreinabundnum mörkuðum (e. global industry partners) og hins vegar á svæðisbundnum mörkuðum (e.regional partners).
Veruleg fjölgun varð á notendum á Íslandi og má segja að markaðurinn sé mjög tryggur Klöppum. Áhersla var í senn lögð á að ná til sem flestra atvinnugreina og að bjóða núverandi viðskiptavinum aðrar lausnir frá Klöppum – sérstaklega lausnir sem miða að því að draga úr notkun á orku og myndun úrgangs. Þessi áhersla skilaði sér vel og nú eru margir af viðskiptavinum Klappa með fleiri en eina vöru frá Klöppum. Þá hefur verið verulegur áhugi á að kaupa kolefnisjöfnun í gegnum Klappir EnviroMaster sem skýrist af því að hugbúnaðurinn heldur utan um kaupin og skilar réttum tölum inn í sjálft umhverfisuppgjörið. Þetta hefur aukið tekjur af EnviroMaster. Á komandi mánuðum verður áframhaldandi þróun á þessari þjónustu.
Skrifstofa Klappa í Litháen hefur unnið að því að markaðssetja vörur Klappa á þeim markaði. Mjög mikilvægt skref var stigið þegar gerður var samningur við AUGA group sem er leiðandi fyrirtæki í Nasdaq kauphöllinni í Villenius. Unnið er áfram að þjónusta IKEA Litháen og samningur var gerður við IKEA í Lettlandi en samstarfið er að opna leið inn á mjög stórar Evrópskar verslunarkeðjur.
Mikill undirbúningur átti sér stað á tímabilinu við sölu og markaðssetningu á Klappir LogCentral í samvinnu við ChartCo sem markaðsetur og selur til alþjóðlegra útgerða kaupskipa og skemmtiferðaskipa. Slíkur undirbúningur nær til aðlögunar og innsetningar á búnaði í samvinnu við stórútgerðir, samþykkta á búnaðinum hjá yfirvöldum í þeim ríkjum sem skrá hvað flest kaupskip í heiminum auk hönnunar og framleiðslu á notkunarleiðbeiningum og kynningar- og markaðsefni. Búið er að setja hugbúnaðinn upp í nærri 80 skipum og er þess vænst að tekjur fari að skila sér í fjórða ársfjórðungi.
Næstu skref
Á seinni hlut ársins verður haldið áfram á sömu braut. Aðhald verður í rekstri samhliða innri og ytri vexti. Áfram verður unnið að þróun mikilvægra hugbúnaðarlausna í samvinnu við viðskiptavini. Sýnileiki og markaðsstarf á heimamarkaði verður aukinn og þá er stefnt að því að fjölga samstarfsaðilum um sölu og dreifingu á alþjóðamörkuðum með virkri þátttöku í ráðstefnum og sýningum á sviði sjálfbærni og umhverfisstjórnunar.
Frekari upplýsingar veitir:
Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri, sími: 664-9200