Klappir Grænar Lausnir hf. - Niðurstöður aðalfundar 2024

Aðalfundur Klappa Grænna Lausna hf. var haldinn 14. maí 2024.

Mætt var fyrir 87,64% atkvæða.

Hér verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum fundarins:

Ársreikningur

Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins fyrir árið 2023.

Hagnaður ársins 2023

Samþykkt var að greiða ekki arð til hluthafa vegna ársins 2023 en að hagnaður ársins 2023 leggist við eigið fé félagsins.

Stjórnarkjör

Sjálfkjörið var í stjórn félagsins:

Ágúst Einarsson, Hildur Jónsdóttir, Sigrún Hildur Jónsdóttir, Sigurður Þórarinsson og Vilborg Einarsdóttir.

Kosning endurskoðanda

Endurskoðunarfélag: Jón Arnar Óskarsson endurskoðandi hjá KPMG.

Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna

Samþykkt voru óbreytt stjórnarlaun eða sem nemur kr. 50.000 fyrir hvern setinn stjórnarfund.

Tillaga um starfskjarastefnu

Tillaga að starfskjarastefnu var lögð fram óbreytt og var samþykkt.

Að loknum aðalfundi fundaði hin nýja stjórn og skipti með sér verkum. Ágúst Einarsson var kjörinn formaður stjórnar félagsins.