Klappir Grænar Lausnir hf. - Breyting á dagskrá aðalfundar 13. apríl 2021

Klappir Grænar Lausnir hf. birtu tilkynningu um dagskrá aðalfundar þann 13. apríl 2021 ásamt framkomnum tillögum til breytingar á samþykktum með frétt þann 22. mars 2021. Meðal framkominna tillagna var eftirfarandi tillaga:

  1. Sameining hlutaflokka í félaginu.  Grein 2.01 – liðir 1-6

“Aðalfundur félagsins samþykkir að sameina A- og B-flokka hlutabréfa í félaginu, þannig að allir hlutir í félaginu hafi sama vægi varðandi atkvæðarétt og önnur réttindi.  Stjórn félagsins skal annast nánari útfærslu á þeim breytingum á samþykktum félagins sem af sameiningu flokkana leiðir.  Öll hlutabréf félagsins skulu skráð í kauphöll. “ 

Framangreind tillaga hefur verið afturkölluð og kemur því ekki til umræðu eða afgreiðslu á aðalfundi félagsins.

Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá aðalfundar og leggja fram ályktunartillögu ef gerð hefur verið skriflega eða rafræn krafa þar um. Óski hluthafi eftir að koma máli eða tillögu á dagskrá fundarins skal slík beiðni hafa borist skrifstofu félagsins eða á netfangið investors@klappir.com eigi tíu dögum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 16:00 laugardaginn 3. apríl 2021.


Nánari upplýsingar

Frekari upplýsingar veitir Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri í síma 664 9200.