Helstu niðurstöður aðalfundar Klappa Grænna Lausna hf. árið 2022

Á aðalfundi Klappa Grænna Lausna hf., sem fram fór þann 27. apríl 2022, voru eftirfarandi tillögur samþykktar auk þess sem ný stjórn var kjörin.

I. Tillögur sem samþykktar voru á aðalfundinum

  1. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár var kynntur og staðfestur
  2. Tillaga um ráðstöfun afkomu félagsins vegna reikningsársins 2021

Samþykkt var tillaga stjórnar við aðalfund um að ekki yrði greiddur arður vegna rekstrarársins 2021, en að hagnaður ársins yrði lagður við eigið fé félagsins.

  1. Kosning endurskoðunarfélags

Svofelld tillaga stjórnar var samþykkt:
Stjórn leggur til að Deloitte ehf., og Birna María Sigurðardóttir endurskoðandi sem þar starfar, verði endurkjörið endurskoðunarfirma félagsins.“

  1. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna

Samþykkt var tillaga stjórnar um að stjórnarlaun yrðu óbreytt eða sem nemur kr. 50.000 fyrir hvern setinn stjórnarfund.

  1. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins

Stjórn lagði til að gildandi starfskjarastefna yrði samþykkt óbreytt.

  1. Tillaga stjórnar um breytingu á samþykktum félagsins

Svofelld tillaga stjórnar um breytingu á samþykktum félagsins var samþykkt:

„Stjórn leggur til að gildandi heimild stjórnar, skv. gr. 2.01.5 samþykkta félagsins, til að ákveða hækkun á hlutafé félagsins í B-flokki hlutabréfa verði framlengd um 18 mánuði.

Eftistöðvar hækkunarheimildar stjórnar eru nú kr. 29.857.591 af upphaflegri heimild að fjárhæð kr. 50.000.000 að teknu tilliti til kaupréttarkerfis. Tillaga stjórnar snýr að því að þessi heimild verði framlengd um 18 mánuði frá dagsetningu aðalfundar félagsins 2022.

II. Stjórnarkjör

Eftirtaldir aðilar skipa nýja stjórn félagsins:

Að aðalfundi loknum kom nýkjörin stjórn saman og skipti með sér verkum. Formaður stjórnar er Linda Björk Ólafsdóttir og Ágúst Einarsson varaformaður.